Startup Reykjavík fær norræna viðurkenningu

mbl.is/Styrmir Kári

Viðskiptahraðallinn Startup Reykjavík hefur hlotið viðurkenningu Nordic Startup Awards sem besti viðskiptahraðall Norðurlanda. Í dómnefnd voru um tuttugu einstaklingar úr röðum frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda og annarra sérfræðinga.

Í dómnefndinni situr fyrir hönd Íslands Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Startup Reykjavík fór fyrst fram árið 2012 og verður haldið í fjórða sinn í sumar.

Arion banki og Klak Innovit standa að Startup Reykjavík en Arion banki hefur fjárfest í 30 sprotafyrirtækjum í gegnum verkefnið á síðustu 3 árum og leggur viðskiptahraðlinum jafnframt til fjármagn og aðstöðu. Fyrirtækin fá 2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild. Klak Innovit sér um framkvæmd verkefnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK