Holtagarðar verða samgöngumiðstöð

Svona mun samgöngumiðstöðin líta út.
Svona mun samgöngumiðstöðin líta út. Ljósmynd/Reitir

Reitir fasteignafélag, eigandi Holtagarða, hefur undirritað leigusamninga við Gray Line Iceland og við ALP hf., sem rekur Avis og Budget bílaleigur, um húsnæði í Holtagörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum. 

Gray Line þjónustar einna helst erlenda ferðamenn í dagsferðum með leiðsögumanni auk þess að bjóða upp á áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur í tengslum við öll áætlunarflug sem fara um alþjóðaflugvöllinn. Hópferðabílar félagsins fara nær daglega frá Reykjavík í ferðir á vinsælustu ferðamannasvæði frá Jökulsárlóni í austri að Látrabjargi í vestri. Áformað er að flestallar ferðir Gray Line hefjist og endi í Holtagörðum og að minni bílar flytji ferðamenn til og frá gististöðum.

Í Holtagörðum munu ALP sameina aðalskrifstofu sína ásamt stórri leigustöð fyrir Avis og Budget. Þar verður einnig fullkomin þvottastöð og verkstæði. Samgöngumiðstöðin verður í suðvestur hluta hússins og verða töluverðar breytingar gerðar á húsnæðinu, bílastæðinu og umferðarflæði í tengslum við þessa nýju starfsemi. Verið er að vinna að hönnun á veitingatorgi og skipulagi á svæði fyrir verslanir með varning fyrir ferðamenn. Unnið er að
endurhönnun aðkomunnar að húsinu í samráði við borgaryfirvöld. Engin fyrirtæki flytja úr
Holtagörðum í tengslum við þessa breytingu.

Ljósmynd/Reitir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK