Engin egg með beikoninu

Mynd af Instagram síðu Whataburger

Skyndibitakeðjan Whataburger þarf að minnka morgunverðinn. Vegna eggjaskorts í Bandaríkjunum verður aðeins boðið upp á morgunmat frá klukkan 5 til 9 á morgnana í stað þess að morgunmaturinn sé í boði til klukkan 11. Ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir þurfi að fylgja í kjölfarið.

Skorturinn kemur til sökum landlægrar fuglaflensu en um 44 milljónir bandarískra kjúklinga hafa veikst.

Í tilkynningu frá Whataburger er lögð áhersla á að þetta væri einungis gert vegna skorts á framboði en tekið er fram að eggin sem enn eru í boði séu fullkomlega í lagi.

Viðskiptavinir hafa látið í sér heyra á Twitter og virðast margir óttast framhaldið. 

<blockquote class="twitter-tweet">

My life is over. The world is ending. 😿😿 <a href="https://t.co/mYMAFGUieX">https://t.co/mYMAFGUieX</a>

— leila (@LYdrogo) <a href="https://twitter.com/LYdrogo/status/605463547787669505">June 1, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Í tilkynningu sagði að verið sé að skoða hvort hægt sé að nota einhverja staðgönguvöru í stað eggjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK