Erlend staða þjóðarbúsins batnað

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands að undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok fyrsta ársfjórðungs 2015 sé metin neikvæð um 783 milljarða króna eða 38% af áætlaðri vergri landsframleiðslu. Til samanburðar hafi undirliggjandi staða í lok fjórða ársfjórðungs 2014 verið metin neikvæð um 880 milljarða króna.

„Undirliggjandi staða hefur því batnað á fyrsta ársfjórðungi 2015 um 97 ma.kr. eða um 4,7% af vergri landsframleiðslu. Helstu breytingar á ársfjórðungnum felast í aukningu á brúttó gjaldeyrisforða, um tæpa 63 ma.kr., sem skýrist að hluta af erlendum lántökum innlendra aðila og gengis- og virðisbreytingum á eignum og skuldum sem voru hagstæðar um rúman 71 ma.kr. í ársfjórðungnum,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK