Hækka verðbólguspá verulega

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig þann 10. júní nk. „Í ljósi síðustu yfirlýsingar nefndarinnar, upplýsinga úr síðustu fundargerð, ásamt upplýsingum um kjarasamninga á vinnumarkaði og viðbrögð stjórnvalda í ríkisfjármálum í sambandi við kjarasamninga,“ telur Hagfræðideildin nær óhugsandi annað en nefndin tilkynni hækkun stýrivaxta.

Óvissan snúist eingöngu um það hversu stór skref verða stigin að þessu sinni.

Verðbólguspá Hagfræðideildar fyrir árin 2016 og 2017 hækkar verulega frá því í nóvember. Lág verðbólga það sem af er ári gerir það að verkum að ársverðbólga á þessu ári, mæld sem hækkun milli ársmeðaltala vísitölu neysluverðs, verður 2,0% samkvæmt spánni.

Hins vegar er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 6,0% 2016 og 5,5% 2017. Þessi spá er þó háð óvissu þar sem niðurstöður allra kjarasamninga liggja ekki endanlega fyrir. „Við gerum ráð fyrir nokkuð brattri hækkun vaxta, eða um tveimur prósentustigum í ár og öðrum tveimur á næsta ári en að á árinu 2017 fari vextir aftur að lækka,“ segir Hagfræðideildin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK