Milljónasamningur í Helguvík

Tengiverið Stakkur er hannað með hugsanlega stækkun í huga.
Tengiverið Stakkur er hannað með hugsanlega stækkun í huga. Ljósmynd/Landsnet

Landsnet og Rafeyri ehf hafa undirritað 129 milljón króna samning um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets í Helguvík.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsneti er nýja tengivirkið Stakkur hannað með hugsanlega stækkun í huga, en það er við hlið kísilvers United Silicon við Stakksbraut. Undirbúningur tengivirkisins Stakks hófst hjá Landsneti haustið 2014 í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers USi í Helguvík. Í samningi Landsnets og Rafeyrar felst uppsetning á þremur háspennurofum og öðrum háspennubúnaði í Stakki.

Áætluð verklok eru í janúar 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK