Selur í Icelandair fyrir 481 milljón

mbl.is/Sigurður Bogi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins seldi í dag tuttugu milljónir hluta í Icelandair Group, að því er fram kemur í flöggun til Kauphallarinnar. Miðað við markaðsgengi hlutabréfa félagsins í lok dagsins, 24,05 krónur á hlut, má ætla að verðmæti hlutanna nemi um 481 milljón króna.

Eftir söluna á LSR 481 milljón hluti í félaginu eða um 9,62%.

Eftir viðskiptin skiptist eignarhlutur eftir einstaka deildum í LSR á eftirfarandi hátt:

A-deild á 6,44% atkvæða, B-deild á 2,71% atkvæða, séreignarhluti LSR á 0,13% atkvæða auk þess sem Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga á 0,34% atkvæða.

Samtals ræður því Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins óbeint yfir 9,62% atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK