Nýliðar hitta reynslubolta

Árlegur kvöldfundur Viðskiptaráðs Íslands og Klak Innovit með nokkrum forkólfum í íslensku viðskiptalífi, ásamt fulltrúum sprotafyrirtækja fór fram í Ölgerðinni í gær. Meðal gesta voru Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Eyjólfur Árni Rafnsson hjá Mannvit, Helga Melkorka Óttarsdóttir hjá Logos, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og fjöldi annarra.

Viðburðurinn var nú haldinn í áttunda skiptið, en áður höfðu t.d. Síminn og HB Grandi boðið til kvöldverðar. Í þetta skiptið var ákveðið að hrista atburðinn aðeins upp og var fundurinn óformlegri en fyrri boð, þar sem hugmyndin var að gefa frumkvöðlunum og reynsluboltunum betra tækifæri á að hittast og vinna í tengslanetinu.

Í heild voru um 20 fulltrúar frá 10 sprotafyrirtækjum, 15 reynsluboltar og svo starfsfólk Klak Innovit, Ölgerðarinnar og Viðskiptaráðs á fundinum.Ásthildur Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Viðskiptaráði, sagði í samtali við mbl.is að þessi viðburður væri nú að festa sig betur í sessi og ljóst að fyrirtæki væru áhugasöm um að ýta undir þessa tengslamyndun þeirra sem nýrri eru á markaðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK