Vilja 120 þúsund tonna álver í Skagabyggð

Fyrirhugað álver á Hafursstöðum í Skagabyggð.
Fyrirhugað álver á Hafursstöðum í Skagabyggð.

Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur á 120.000 tonna álveri á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélögunum.          

Samningur sveitarfélaganna og Klappa er gerður í framhaldi þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 15. janúar 2014 um að koma á samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Samstarfið byggir einnig á sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélaganna og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 10. október 2014, um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í sýslunni.

Segir í tilkynningunni að með uppbyggingu orkufrekrar starfsemi á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði sé horft til þeirra jákvæðu samfélagslegu áhrifa sem fylgt hafa stóriðju á Grundartanga og á Reyðarfirði. Í tengslum við uppbyggingu verður ráðist í gerð stórskipahafnar við Hafursstaði auk uppbyggingar annarra innviða á Norðvesturlandi.        

Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma. Orkuþörf álversins er 206 MW, sem reiknað er með að komi frá Blönduvirkjun í samræmi við vilja og samkomulag heimamanna og stjórnvalda þegar virkjunin var byggð. Tímasetning á afhendingu á orku frá Blönduvirkjun til álvers á Hafursstöðum byggist m.a. á að þá verði fyrir hendi orka til afhendingar til núverandi viðskiptavina virkjunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK