Tölvurnar kalla á þig í Leifsstöð

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Skipt hefur verið um afgreiðslutölvur í brottfararsal Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Viðskiptavinir munu nú geta séð og heyrt í næsta lausa afgreiðslukassa. Kerfið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 

Biðröðin myndast eins og hefðbundið er og „kallar“ kerfið sjálfkrafa upp viðskiptavini, bæði með blikkandi ljósi og „rödd“ og gefur um leið til kynna hvert viðkomandi á að fara.

Markmiðið er að flýta afgreiðslu, stytta biðtíma farþega og bæta þjónustuna í versluninni. Efst á baugi í þessum umbótum er biðraðakerfi og sjálf afgreiðslustöðin.

Meiri fjöldi kallar á betra kerfi

„Það skiptir miklu máli að geta afgreitt hratt og vel allan þann fjölda ferðamanna sem nú fara um Keflavíkurflugvöll. Fyrir okkur er því lykilatriði að hafa  áreiðanlegan og skilvirkan búnað til að lágmarka biðtíma viðskiptavina“, er haft eftir Þorgerði Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, í tilkynningu.

Kerfið gengur undir nafninu QMATIC Linea. Flugstöðin valdi nýjar RealPOS XR7 sambyggðar afgreiðslutölvur, NCR-prentara, Symbol-skanna og skúffur frá Advania til þess að leysa af eldri NCR-búnað.

Í tilkynningu segir að NCR RealPOS XR7 sé það nýjasta og besta í afgreiðslutölvum og að falleg hönnun vélarinnar muni virka vel með nýjum innréttingum í Fríhöfninni.

Fríhöfnin eftir breytingar
Fríhöfnin eftir breytingar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK