Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi

Á árunum 2004 til 2014 fóru tekjur fólks með framhalds- ...
Á árunum 2004 til 2014 fóru tekjur fólks með framhalds- eða starfsmenntun úr 84,5% af tekjum háskólamenntaðra í 91,6%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2013 var munur ráðstöfunartekna eftir menntun minnstur á Íslandi samanborið við önnur Evrópuríki. Þeir sem höfðu eingöngu lokið grunnmenntun voru með 86,3% af ráðstöfunartekjum þeirra sem höfðu lokið háskólamenntun en næst á eftir voru Svíþjóð, Noregur og Holland með 80,3%, 77% og 73,6%.

Við samanburð milli landa á þeim sem eingöngu höfðu lokið grunnmenntun var miðgildi ráðstöfunartekna á Íslandi árið 2013 það fjórða hæsta í Evrópu. Ísland var aftur á móti í 15. sæti yfir ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni.

Ráðstöfunartekjur taka mið af heimilistekjum, fjölda og aldri heimilismanna og hafa verið leiðréttar fyrir mismunandi verðlagi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nýjustu tölur fyrir Ísland eru frá árinu 2014 en þá höfðu þeir sem einungis voru með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra en höfðu haft 79,7% árið 2004 þegar lífskjararannsóknin var fyrst framkvæmd.

Á sama tímabili fóru tekjur fólks með framhalds- eða starfsmenntun úr 84,5% af tekjum háskólamenntaðra í 91,6%. Munur á ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og annarra hópa var nokkuð stöðugur til ársins 2010 en hefur síðan farið minnkandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir