Gosling biðlar til Costco

Ryan Gosling er dýravinur.
Ryan Gosling er dýravinur. AFP

Íslandsvinurinn Ryan Gosling skrifaði opið bréf til stórverslunarinnar Costco þar sem hann bað verslunina um að hætta að selja egg frá birgjum sem geyma kjúklinga í búrum. Í myndbandi sem nýlega birtist á netinu er sýnt fram á bágar aðstæður fuglanna.

Með þessu tók Gosling undir með samtökunum Humane Society sem birtu fyrrnefnt myndband. Þar hafði maður á vegum samtakanna komið sér í vinnu hjá fyrirtækinu Hillandale og myndað það sem fyrir augu bar. Þar má sjá kjúklingahræ rotnandi í búrum með lifandi fuglum auk þess sem búrin voru yfirfull og grútskítug.

Costco selur egg frá Hillendale en í bréfi sínu sakar Gosling verslunina um blekkingar með því að selja eggin í pakkningum með myndum af frjálsum fuglum.

Costco hefur ekki svarað bréfi Gosling en bæði Costco og Hillandale hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar myndbandsins. Hillandale sagði þetta vera einstakt tilfelli þar sem það hefði verið á ábyrgð „starfsmannsins“ sem tók upp myndbandið að hreinsa búrin. Það hafi hann hins vegar ekki gert.

Þá sagði Costco að við nýlega athugun hefði komið í ljós að aðstæður væru viðundandi hjá Hillandale.

Líkt og kunnugt er verður Costco verslun opnuð í Garðabæ á næsta ári. Þá hefur mbl greint frá því að sú verslun verður á veg­um breska Costco, sem er dótt­ur­fé­lag Costco Who­les­ale Corporati­on og nefn­ist Costco Who­les­ale United Kingdom Ltd.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gosling lætur sér dýravelferð varða en hann hefur áður beðið svínabændur um að láta svínin ekki vera í troðnum búrum.

Gosling bað Costco um að selja egg frá frjálsum fuglum.
Gosling bað Costco um að selja egg frá frjálsum fuglum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK