Fjórum sinnum á ári í bíó

Starfsstúlkur tilbúnar að afgreiða popp og kók.
Starfsstúlkur tilbúnar að afgreiða popp og kók. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á síðasta ári fór meðal-Íslendingurinn fjórum sinnum í bíó eða á þriggja mánaða fresti. Á síðustu fimm árum hefur aðsóknin dregist saman um sextán prósent og hafa gestir ekki verið færri frá árinu 2005.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofu Íslands.

Á síðasta ári nam heildaraðsóknin tæplega 1,38 milljónum gesta samanborið við tæplega 1,65 milljónir árið 2009.

Á sama tíma hefur bíógestum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 249 þúsund gesti, eða um tæp 18 prósent. Öðru máli gegnir með aðsókn að kvikmyndasýningum utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem aðsóknin jókst um ríflega 18 þúsund, eftir nær samfelldan samdrátt í aðsókn nokkur undanfarin ár.

Þrátt fyrir vöxt á landsbyggðinni fara höfuðborgarbúar oftast í bíó, eða um 5,5 sinnum á ári. Í þeim landshlutum þar sem kvikmyndahús voru starfandi á síðasta ári var aðsóknin minnst á íbúa á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra, eða innan við ein kvikmyndahúsaferð á íbúa innan landshlutans

1,5 milljarðar í bíómiða

Andvirði seldra aðgöngumiða á landinu öllu á síðasta ári nam 1.487 milljónum króna samanborið við 1.530 milljónir árið á undan.

Hlutdeild innlendra kvikmynda í andvirði greiddra miða nam um 12 prósentum og hefur aldrei verið meiri. Alls fóru 138 þúsund sýningargestir á innlendar kvikmyndir.

Bandarískar kvikmyndir höfðu hins vegar langsamlega mesta hlutdeild á liðnu ári hvort heldur er miðað við aðsókn eða tekjur af miðasölu, eða 84 prósent og 82 prósent.

Á síðasta ári voru starfrækt 15 almenn kvikmyndahús með 41 sýningarsal á níu stöðum á landinu. Sætaframboð var 6.799 og sýningar á viku að meðaltali um 800.

Aðsókn að kvikmyndahúsum.
Aðsókn að kvikmyndahúsum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK