Lánshæfismat ríkissjóðs Íslands hækkað

Arnarhóll.
Arnarhóll. mbl.is/Golli

Matsfyrirtækið Moody's hækkaði í dag lánshæfismat ríkissjóðs Íslands úr Baa3 í Baa2 og metur horfur áfram stöðugar. 

Helstu ástæður þess að lánshæfismatið er hækkað eru þrjár. Í fyrsta lagi er horft til þess ferlis sem farið er í gang við að aflétta gjaldeyrishöftunum, sem búist er við að dragi úr viðkvæmri erlendri stöðu þjóðarbúsins og á sama tíma tryggja og styrkja efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika í landinu.

Í öðru lagi er búist við að skuldastaða ríkissjóðs batni á næstu þremur til fjórum árum. Kröftugur hagvöxtur, aðhald í ríkisfjármálum og uppgreiðsla skulda ríkissjóðs fyrir gjalddaga eru talin munu hafa þessi áhrif.

Í þriðja lagi er horft til löggjafar sem Moody's segir að sé til þess fallin að auka stöðugleika fjármálakerfisins á Íslandi til frambúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK