100 þúsund í Íslandsflugi Delta

Delta Boeing 757 í Keflavík.
Delta Boeing 757 í Keflavík.

Áætlunarflug Delta til Íslands hófst sumarið 2011 og hafa vélar félagsins verið þétt skipaðar hingað til. Íslenskir farþegar félagsins nýta ferðirnar til að fljúga vítt og breitt um Bandaríkin.

Þegar Delta hóf Íslandsflugið voru tæp 12 þúsund sæti í boði í vélum félagsins yfir sumarmánuðina. Í frétt Túrista kemur fram að sætaframboðið sé hins vegar um þrisvar sinnum meira í sumar, þar sem pláss er fyrir rúmlega 32 þúsund farþega.

Þá segir að forsvarsmenn Delta hafi reyndar haft hug á því að fjölga ferðunum ennþá meira og hefja áætlunarflug hingað frá Minneapolis en ekki fengust hentugir afgreiðslutímar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áfram býður Delta því eingöngu upp á ferðir hingað frá JFK flugvelli í New York.

Fjölnýtt flughöfn

Alls hafa nú um 93 þúsund farþegar flogið milli Íslands og Bandaríkjanna á fyrstu fjórum sumrum Delta hér á landi. Samkvæmt Túrista má gera ráð fyrir að farþegarnir séu þegar orðnir um 10 þúsund í ár og má því ætla að ríflega 100 þúsund farþegar hafi nýtt sér flugið. 

Þrátt fyrir að félagið fljúgi eingöngu til New York nýtur Íslandsflugið vinsælda víðar og þá sérstaklega í Los Angeles, San Francisco, Chicago, Atlanta, San Diego, Detroit, Orlando og Baltimore.

Íslenskir farþegar Delta fljúga hins vegar helst til New York eða millilenda aðeins þar á leið sinni Orlandó, Los Angeles, San Francisco, Atlanta, San Diego, Washington-borgar eða Tampa. 

Delta flýgur til New York.
Delta flýgur til New York. Mynd af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK