1,7 milljarða tap hjá sparisjóðum

Miklar sameiningar voru hjá sparisjóðum á síðasta ári.
Miklar sameiningar voru hjá sparisjóðum á síðasta ári. Jim Smart

Hagnaður viðskiptabankanna fjögurra; Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans og MP banka, nam alls 81,4 milljarði króna á síðasta ári. Sparisjóðirnir sjö sem voru starfandi á síðasta ári töpuðu hins vegar rúmum 1,7 milljarði króna.

Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins yfir heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja.

Stærsta hluta taps sparisjóðanna, eða tæpan milljarð króna, má rekja til Sparisjóðs Vestmannaeyja sem sameinaðist Landsbankanum í mars. Þá tapaði Sparisjóður Norðurlands um 670 milljónum króna, en hann var sameinaður Sparisjóði Bolungarvíkur í júlí.

Lánafyrirtæki hagnast um 5,8 milljarða

Hagnaður lánafyrirtækja, sem alls eru sjö talsins, nam um 5,8 milljörðum króna. Fyrirtækin eru Borgun hf, Byggðastofnun, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður sveitafélaga, Lýsing hf., Straumur fjárfestingabanki og Valitor hf. Mesti hagnaðurinn var hjá ÍLS eða alls 3,2 milljarðar króna.

Samkvæmt samantektinni námu heildareignir viðskiptabankanna fjögurra tæpum þrjú þúsund milljörðum króna við árslok 2014, Þar af eru eignir Landsbankans mestar, eða alls tæpir 1.100 milljarðar króna.

Heildareignir sparisjóðanna námu hins vegar rúmum 56 milljörðum króna og þar af voru þær mestar hjá AFL sparisjóði, eða um 14,9 milljarðar króna.

Heildareignir lánafyrirtækjanna voru um eitt þúsund milljarðar króna.

Hæstu útlánin hjá Landsbankanum

Heildarútlán bankanna fjögurra námu alls um 2.300 milljörðum króna á síðasta ári. Útlán þriggja stærstu bankanna eru svipuð en mest eru þau hjá Landsbankanum þar sem þau nema alls 784 milljörðum króna. 

Heildarútlán sparisjóðanna námu alls um 40,1 milljarði króna og mest voru þau hjá AFL sparisjóði þar sem þau námu um 14,4 milljörðum króna.

Eiginfjárhlutfall stærstu bankanna þriggja er svipað, eða frá 26,3% upp í 29,6% en eiginfjárhlutfall MP banka er 17,4%.

Heildarhagnaður bankanna nam 81,4 milljörðum króna.
Heildarhagnaður bankanna nam 81,4 milljörðum króna. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK