23 ferðamenn á hvert starf

Ferðamenn sitja fyrir við Seljalandsfoss.
Ferðamenn sitja fyrir við Seljalandsfoss. Rax / Ragnar Axelsson

Veruleg framleiðsluaukning hefur verið hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu frá árinu 2010 þegar um ellefu ferðamenn koma á fyrstu fimm mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu. Á þessu ári voru þeir hins vegar orðnir rúmlega tvöfalt fleiri, eða 22,7 fyrir hvert starf.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

Veruleg árstíðarsveifla er enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár. Þessi árstíðarsveifla í komum ferðamanna birtist einnig í árstíðarsveiflu fjölda ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu.

Það helgast af því að ávallt þarf ákveðinn lágmarksfjölda starfandi í greininni sem er lítt háður fjölda ferðamanna.

Á lágönn eru ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst.

Núverandi uppsveifla í komum ferðamanna til landsins hófst árið 2011 og hefur meðalfjöldi starfa í greininni á fyrstu fimm mánuðum hvers árs aukist úr rúmum 10.500 störfum árið 2010 og í 16.700 á þessu ári. Alls nemur aukningin tæpum 60%. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225% á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK