Óháður kunnáttumaður fylgist með samstarfi

Vodafone og Nova vinna enn að útfærslu samstarfs þeirra á milli. Nauðsynlegt hefur reynst að uppfæra og endurskoða samningsdrög á milli félaganna sem hefur verið nokkuð verkefni en góður framgangur náðst að undanförnu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarskiptum hf., móðurfélagi Vodafone. 

Þá segir að Samkeppniseftirlitið hafi fyrir sitt leyti samþykkt tillögu félaganna um skipan óháðs kunnáttumanns, sem hafa mun eftirlit með framkvæmd ákvörðunar eftirlitsins. Nánari upplýsingar verða veittar um leið og endanleg niðurstaða liggur fyrir.

Líkt og áður hefur komið fram heimilaði Sam­keppnis­eft­ir­litið fyrr á árinu Voda­fo­ne og Nova að hafa með sér til­tekið sam­starf um rekst­ur dreifi­kerf­is fyr­ir farsímaþjón­ustu.

For­senda sam­starfs­ins var að aðilar féll­ust á að hlíta skil­yrðum sem vinna eiga gegn því að sam­starf fé­lag­anna um rekst­ur dreifi­kerf­is­ins raski sam­keppni á mörkuðum fyr­ir farsímaþjón­ustu á bæði heild­sölu­stigi og smá­sölu­stigi.

Frétt mbl.is: Samstarf Nova og Vodafone heimilað

mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK