Smíðar stærstu snekkju heims

Snekkja í Reykjavíkurhöfn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Snekkja í Reykjavíkurhöfn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rússneski auðjöfurinn Andrey Melnichenk er að smíða stærstu snekkju heims. Hún verður um 147 metrar að lengd og þar með töluvert lengri en hefðbundinn fótboltavöllur.

Nýja snekkjan á að heita „White Pearl“ samkvæmt heimildum CNBC og verður á þremur hæðum, með stórri sundlaug og eiga teikningar hennar helst að minna á skipin úr „Pirates of the Caribbean“ kvikmyndunum. 

Í dag er talið að snekkjan „Maltese Falcon“, sem er í eigu bandaríska milljarðamæringsins Tom Perkins, sé sú stærsta í einkaeigu en hún er um 88 metra löng og bliknar þar með í samanburði við þá nýju.

Melnichenko er metinn á um 8,4 milljarða dollara en hann stofnaði m.a. áburðarverksmiðjuna Eurochem, kolafyrirtækið Suek og orkuveituna SGK.

Frétt CNBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK