Verðlækkanir á farsímanotkun í reiki

Íslenskir neytendur í útlöndum munu njóta góðs af nýrri reglugerð ESB um verðþök á notkun farsíma og netlykla í reiki innan sambandsins sem tekur gildi á morgun - þann 1. júlí.

Ný verð eiga að gilda í eitt ár, eða til 30. júní 2016. Samkvæmt því verður hámarksverð á sendum SMS skilaboðum 10,99 krónur. Hámarksverð fyrir að hringja verður 34,83 krónur á mínútuna og 9,16 krónur á mínútuna fyrir að svara. Hámarksverð á gagnamagn verður 36,66 kr./MB

Láta vita við 80 prósent

Verðþökin gilda um símtöl, skilaboð og netnotkun á evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt þeim er fjarskiptafyrirtækjum skylt að láta viðskiptavini sína á ferð í þessum löndum vita, þegar þeir hafa notað 80% af mánaðarlegum hámarkskostnaði fyrir gagnanotkun, sem er 50 evrur, eða um 7.300 krónur.

Fyrirtækið skal þá oka á gagnanotkun í símann/netlykilinn þegar hámarkinu er náð, nema viðskiptavinurinn biðji sérstaklega um annað.

Þegar notandi tengist fjarskiptafyrirtæki í öðru landi en sínu eigin innan evrópska efnahagssvæðisins skal viðkomandi fyriræki einnig senda honum tilkynningu, eða svonefnd sjálfvirk skilaboð, um að hann sé að nota reikiþjónustu og grunnupplýsingar um gjöld fyrir veitingu þjónustunnar.

ESB setti fyrst reglugerð um verðþök á farsímtöl milli landa í Evrópusumarið 2007 þegar ljóst þótti að verðsamkeppni var ekki nægileg á þessum markaði og verð fylgdu ekki almennum lækkunum á verðum símtala í farsíma innan landanna og hefur verðþakið lækkað milli ára síðan.

Frétt Póst- og fjarskiptastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK