Donna Karan hætt

Donna Karan
Donna Karan AFP

Donna Karan, yfirhönnuður samnefnds tískuveldis, hefur sagt upp störfum. Karan stofnaði fyrirtækið fyrir 31 ári síðan en hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir mikla sjálfsskoðun og ætlar nú að einbeita sér að nýrri fatalínu sem kallast Urban Zen.

Franska keðjan LVMH keypti Donna Karan árið 2000 en að sögn forsvarsmanna hefur nýr yfirhönnuður ekki verið ráðinn. Í yfirlýsingu frá móðurfélaginu, Donna Karan International (DKI), segir að tískusýningum hafi verið frestað um nokkurn tíma en hugsunin er að beina sjónum aðallega að Donna Karen New York línunni og fylgihlutum á borð við úr og gleraugu.

Í apríl voru hönnuðirnir Dao-Yi Chow og Maxwell Osborne, stofnendur Public School, ráðnir til DKNY en tískusérfræðingar hafa gagnrýnt línuna að undanförnu og sagt hana hafa misst hylli meðal neytenda.

Hagnaður DKI nam um 400 milljónum evra á síðasta ári en um níutíu prósent þess má rekja til sölu á DKNY línunni.

Frétt Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK