Fossar samþykktir í Kauphöllina

Haraldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Fossa.
Haraldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Fossa.

Nasdaq Iceland hefur samþykkt umsókn Fossa markaða hf. um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Aðildin verður virk á morgun, þann 2. júlí 2015. Auðkenni Fossa markaða hf. í INET viðskiptakerfinu verður FOS.

Foss­ar markaðir ehf. fengu starfs­leyfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem verðbréfa­fyr­ir­tæki á grund­velli laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki í lok júní. Við hjá Foss­um stefn­um að því að vera leiðandi og óháður þjón­ustuaðili á fjár­mála­markaði hér á landi. Þetta er því mik­il­væg­ur áfangi fyr­ir okk­ur í upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins,” var haft eft­ir Har­aldi Þórðar­syni, fram­kvæmda­stjóri Fossa, í til­kynn­ingu í tilefni þess. Haft er eft­ir hon­um að með leyf­inu gætifé­lagið veitt viðskipta­vin­um sín­um fjöl­breytt­ari þjón­ustu, m.a. vörsluþjón­ustu og fjár­fest­ing­ar­ráðgjöf. 

Foss­ar markaðir hóf starf­semi í apríl á þessu ári. Fé­lagið er með skrif­stof­ur á Selja­vegi 2 í Reykja­vík og þar starfa sex starfs­menn. Eig­end­ur Fossa markaða eru Har­ald­ur Þórðar­son, Stein­grím­ur Arn­ar Finns­son, Sig­ur­björn Þorkels­son og Aðal­heiður Magnús­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK