Hagnaður dróst saman hjá Högum

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Brynjar Gauti

Hagnaður Haga á fyrsta ársfjórðungi var 13,6% lægri en á sama tíma í fyrra og nam 811 milljónum króna. Félagið hafði reiknað með að hagnaðurinn yrði 15% lægri en á síðasta ári vegna áhrifa verkfalla og kostnaðarauka vegna kjarasamninga.

Vörusala á tímabilinu nam um 18,6 milljörðum króna og dróst saman um 1,15% milli ára. Samdráttinn má rekja til niðurfellingu vörugjalda að því er fram kemur í tilkynningu.  Í kynningu félagsins á síðasta ársuppgjöri kom fram að vörugjöld sem felld voru niður um síðustu áramót hefðu verið um 1,7%-1,8% af veltu félagsins.

Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam um 1,2 milljarði króna, samanborið við 1,4 milljarða króna árið áður. EBITDA framlegð var 6,5%, samanborið við 7,4% árið áður.

Kostnaður yfir meðaltali

Í afkomutilkynningu segir að ljóst sé að áhrif verkfalla og kostnaðarauki vegna kjarasamninga hafi sett mark sitt á rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs. Bent er á að kostnaðarauki Haga vegna kjarasamninga hafi verið umfram það meðaltal sem Samtök atvinnulífsins settu fram í kostnaðarmati, en það var 7,3% á fyrsta ársfjórðungi.

Skattaspor Haga á síðasta rekstrarári nam 5,2 milljörðum króna en þar af voru gjaldfærðir skattar rúmir 2,8 milljarðar króna og innheimtir skattar um 2,3 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK