Samrunaáætlun samþykkt

Jim Smart

Bankaráð Landsbankans og stjórn Sparisjóðs Norðurlands samþykktu í gær samrunaáætlun félaganna. Samruninn verður að veruleika í ágúst ef samþykki fæst frá eftirlitsaðilum og stofnfjárfundi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Við samrunann munu allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins renna inn í Landsbankann og hann tekur við rekstri allra útibúa sjóðsins. Stjórn Sparisjóðs Norðurlands leitaði til Landsbankans þann 9. júní til að kanna áhuga á samruna vegna óvissu um framtíð sjóðsins.

Hinn 19. júní sl. gerði Spari­sjóður Norður­lands sam­komu­lag við Lands­bank­ann um að hefja und­irbún­ing­ að fjár­mála­fyr­ir­tækjanna und­ir merkj­um Lands­bank­ans.

Eig­in­fjár­hlut­fall Spari­sjóðs Norður­lands var 8,2% í árs­lok 2014 sem er und­ir þeirri eig­in­fjár­kröfu sem Fjár­mála­eft­ir­litið ger­ir til spari­sjóðsins.

Gert er ráð fyrir að heild­ar­end­ur­gjald Lands­bank­ans til stofn­fjár­hafa verði 594 millj­ón­ir króna, þó að teknu til­liti til niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­a.

Frétt mbl.is: Rennur inn í Landsbankann

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK