Þjóðverjar eru gjafmildastir

Thom Feeney safnar fyrir Grikkland.
Thom Feeney safnar fyrir Grikkland. Mynd af Twitter síðu Thom Feeney

Alls hafa um 147 milljónir króna safnast fyrir Grikkland í hópsöfnuninni sem Bretinn Thom Feeney efndi til í gær fyrir Grikki. Feeney birti í morgun sundurliðaðar upplýsingar yfir gjafmildustu þjóðirnar og eru Þjóðverjar þar efst á blaði.

Alls höfðu þá 752 Þjóðverjar látið af hendi rúmar 10 þúsund evrur, eða um 1,5 milljónir íslenskra króna. Í næsta sæti eru Bretar og Austurríkismenn í því þriðja. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu ekki í Evrópusambandinu virðast Bandaríkjamenn láta málið sig varða og hafa gefið um 2.400 dollara, eða 324 þúsund íslenskar krónur, til söfnunarinnar.

Upphæðirnar eru þó líklega orðnar mun hærri nú þar sem heildarfjárhæðin hefur nærri tvöfaldast síðan þær voru birtar.

<blockquote class="twitter-tweet">

€547,772 folks, fantastic. Pic shows detail of where most funders are from (last updated 19 hrs ago) <a href="https://twitter.com/hashtag/crowdfundgreece?src=hash">#crowdfundgreece</a> <a href="http://t.co/dSjmBZWMk8">pic.twitter.com/dSjmBZWMk8</a>

— Thom Feeney (@ThomFeeney) <a href="https://twitter.com/ThomFeeney/status/616123287366672385">July 1, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Á söfn­un­ar­síðunni seg­ir Feeney að þetta þras um Grikk­land sé að verða þreytt þar sem evr­ópsk­ir stjórn­mála­menn kepp­ast við að hnykla vöðvana. „Af hverju leys­um við fólkið þetta ekki í staðinn?“ spyr Feeney.

Hann bend­ir á að um 503 millj­ón­ir manna búi í lönd­um ESB. Ef all­ir láta af hendi nokkr­ar evr­ur væri auðveld­lega hægt að koma Grikkj­um aft­ur á rétta braut.

Frétt mbl.is: Safnar fyrir Grikkland

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK