46 milljarða afgangur af rekstri ríkissjóðs

Ríkisreikningur fyrir árið 2014 sýnir 46 ma. kr. afgang af rekstri ríkissjóðs. Niðurstaðan er mun betri en reiknað var með í fjárlögum, fyrst og fremst vegna óreglulegra tekjufærslna svo sem arðgreiðslna frá viðskiptabönkunum umfram áætlanir og einskiptis tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi ríkissjóðs við Seðlabankann. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

„Að nafnvirði stóðu heildarskuldir ríkissjóðs næstum í stað á árinu 2014 en raunvirði þeirra lækkaði eilítið og sama má segja um hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu. Það hlutfall var yfir 117% á árinu 2011, en hefur lækkað niður í u.þ.b. 102% á árinu 2014 sem er skref í rétta átt.“

Vaxtakostnaður ársins 2014 var rúmir 78 ma. kr. Til samanburðar má benda á að í fjárlögum ársins 2015 er gert ráð fyrir að rekstur Landspítalans kosti um 48 ma. kr. Vaxtakostnaður ársins 2014 var því rúmlega 60% hærri en áætlaður rekstrarkostnaður spítalans.

Hér má lesa Hagsjána

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK