Afkoman misjöfn

Verðbréfafyrirtækin skiluðu minni hagnaði í fyrra en árið 2013.
Verðbréfafyrirtækin skiluðu minni hagnaði í fyrra en árið 2013. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslensk verðbréfafyrirtæki gengu misvel á árinu 2014. Samanlagður hagnaður þeirra nam 263 milljónum króna samkvæmt nýrri samantekt Fjármálaeftirlitsins. Hagnaður þeirra dregst saman um þriðjung frá fyrra ári, þegar hann reyndist 393 milljónir króna.

Tvö fyrirtækjanna skiluðu tapi, Íslensk verðbréf (ÍV) sem tapaði 118,5 milljónum króna og ALM verðbréf sem skilaði tapi sem nam tæpum 600 þúsund krónum. Er það annað árið í röð sem fyrirtækið skilar tapi, því árið 2013 tapaði það 3,8 milljónum króna.

Tap ÍV á síðasta ári má rekja til uppgjörs afleiðusamninga sem átti sér stað eftir að fyrirtækið tapaði máli gegn Landsbankanum í Hæstarétti. Árið 2013 hafði félagið hins vegar hagnast um 138,3 milljónir króna. Öll önnur verðbréfafyrirtæki í landinu skiluðu hagnaði, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK