Ennemm ræður fjóra nýja starfsmenn

Nýir starfsmenn Ennemm
Nýir starfsmenn Ennemm Mynd/Ennemm

Vegna aukinna umsvifa hefur auglýsingastofan Ennemm bætt við sig fjórum nýjum starfsmönnum: grafískum hönnuðum, digital hönnuði og verkefnastjóra í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Magnús Hreggviðsson, grafískur hönnuður

Magnús kemur frá Íslensku auglýsingastofunni þar sem hann starfaði sem grafískur hönnuður frá árinu 2013 en þar áður var hann á auglýsingastofunni Fíton. Magnús lærði grafíska hönnun í Central Saint Martins í London og í Listaháskóla Íslands. Einnig hefur hann setið í stjórn félags íslenskra teiknara, FÍT, sl. 2 ár.

Jón Ingiberg Jónsteinsson, grafískur hönnuður og myndskreytir

Jón Ingiberg kemur frá auglýsingastofunni Hvíta húsinu þar sem hann starfaði sem grafískur hönnuður frá 2011. Jón Ingiberg lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Í tilkynningu segir að blúsáhugamenn ættu að þekkja Jón Ingiberg kannski betur sem tónlistarmanninn Uncle John jr.

Dimitri Plugari, digital hönnuður

Dimitri hefur fjölbreytta reynslu úr hinum stafræna heimi, en hann hefur stýrt verkefnum á borð við hönnun vefjarins fasteignir.is, vefumsjónarkerfa og netverslana auk viðmóts vefsíðna og smáforrita.

Dimitri hefur starfað á eigin vegum undanfarin ár en þar áður starfaði hann sem verkefnastjóri hjá Hugsandi mönnum og sem vefhönnuður hjá Expo.

Berglind Pétursdóttir, markaðssetning á netinu

Berglind kemur frá Íslensku auglýsingastofunni þar sem hún starfaði sem hugmynda- og textasmiður undanfarin ár. Þar áður var hún sjálfstætt starfandi danshöfundur, pistlahöfundur auk þess að starfrækja gif-myndasíðuna The Berglind Festival.

ENNEMM er ein af stærstu auglýsingastofum landsins en helstu viðskiptavinir eru Íslandsbanki, Síminn, Ölgerðin, Íslensk getspá, BL, VÍS, Vínbúðin, Icelandair Hotels, Orka náttúrunnar og MS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK