Fækkað í framkvæmdastjórn Landsbankans

mbl.is/Kristinn

Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunar og mannauðs í Landsbankanum, hefur látið af störfum í bankanum samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi. Landsbankinn hefur unnið að hagræðingu og breytingum á sínum rekstri og er þessi breyting liður í því.

Við þetta fækkar framkvæmdastjórum bankans í sex. Svið Þróunar og mannauðs verður lagt niður og einingar fluttar undir aðra í framkvæmdastjórn, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Jensína var ráðin í stöðu framkvæmdastjóra í Landsbankanum í október 2010. Hún var um tíma stjórnarformaður Reiknistofu bankanna og hefur setið í stjórn Frumtaks samhliða starfi sínu og verður áfram fulltrúi bankans þar.

„Ég vil þakka Jensínu fyrir frábært starf fyrir bankann. Hún hefur verið öflugur samstarfsmaður og leitt fjölda verkefna við að breyta bankanum. Það er eftirsjá að Jensínu og vil ég óska henni alls hins besta í framtíðinni,“ er haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK