Kínverjar setja 6 milljarða í CRI

Áformin Geely Holding Group á Kolabrautinni í Hörpu í dag. …
Áformin Geely Holding Group á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Á myndinni eru m.a. Li Shufu, stjórnarformaður Geely, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, KC Tran, forstjóri CRI og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Holding Group ætlar að leggja 45,5 milljónir dollara, sem jafngildir sex milljörðum íslenskra króna, til hlutafjáraukningar í Carbon Recycling International (CRI).

Ekki liggur fyrir hversu stór hlutdeild Geely Holding Group í félaginu verður eftir kaupin en samkvæmt upplýsingum frá CRI verður Geely ekki meirihlutaeigandi. Fulltrúar frá Geely verða einnig í stjórn CRI, segir í ítarlegri frétt Viðskiptablaðsins um málið.

CRI nýtir koltvísýringsútblástur og breytir honum í endurnýjanlegt metanól. Endurnýjanlegt metanól er hreint eldsneyti sem blanda má við bensín til að uppfylla kröfur um hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum. CRI fyrirhugar byggingu verksmiðja til framleiðslu endurnýjanlegs metanóls, bæði á Íslandi og í öðrum löndum Evrópu. Í dag fer framleiðsla félagsins fram á Reykjanesi. 

Geely er meðal annars eigandi Volvo og London Taxi Company og framleiðir bíla undir eigin merkjum sem eru seldir víðs vegar um heim.

Þróa farartæki sem ganga fyrir metanóli

Geely Group og CRI ætla sér í samstarf á þróun á endurnýjanlegri metanólframleiðslu í Kína og að þróa farartæki sem ganga alfarið fyrir metanóli, í Kína, Íslandi og öðrum löndum. 

Stjórnarformaður Geely, Lee Shufu, segir fyrirtækið stefna á að framleiða farartæki með engum útblæstri sem ganga fyrir metanóli

Þá segir að Geely Auti, sem er dótturfélag Geely Holding Group, hefur þegar náð töluverðum árangri með tæknina í Kína.

Sjá ítarlega frétt Viðskiptablaðsins um málið.

Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group.
Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group. Skjáskot af Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK