Opnar nýjan stað í húsnæði Dolly

Jón Gunnar Geirdal og Jón Þór Gylfason ætla að opna …
Jón Gunnar Geirdal og Jón Þór Gylfason ætla að opna nýjan stað í húsnæði Dolly.

Jón Gunnar Geirdal, eigandi Lemon, og Jón Þór Gylfason, eigandi skemmtistaðarins Center í Keflavík, ætla að opna nýjan stað í húsnæði Dolly í Hafnarstræti. Líkt og mbl greindi frá í gær verður honum lokað laugardaginn 11. júlí.

Dóra Takefusa opnaði Dolly fyrir þremur árum í húsi gamla Dubliners. Ásgeir Kolbeinsson tók staðinn yfir fyrir um hálfu ári en Jón Gunnar og Jón Þór hafa nú tekið við honum og munu sjá um rekstur nýja staðarins. 

Jón Gunnar segir að ráðist verði í framkvæmdir í húsinu um leið og Dolly verður lokað þar sem miklu verður breytt. 

Opna í lok sumars

Hann vildi ekki gefa upp hvers konar staður yrði opnaður í húsinu en sagði þó að hann yrði opinn sjö daga vikunnar en Dolly hefur einungis verið skemmtistaður um helgar.  

Stefnt er á að opna nýja staðinn í lok sumars eða september.

Þura Stína, rekstrarstjóri Dolly, tilkynnti lokunina á Facebook í gær þar sem hún sagði að kveðjudagskrá yrði kynnt á mánudaginn. 

Frétt mbl.is: Dolly skellir í lás

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK