Vill þyrlupall við veitingastaðinn

Veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði.
Veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði. Mynd af Facebook síðu Vitans

Margir efnaðir ferðamenn fara á veitingastaðinn Vitann í Sandgerði og hefur eigandi hans því sótt um leyfi til þess að koma fyrir þyrlupalli við staðinn. Síðasta föstudag komu 80 manns með einkaflugvél sem byrjuðu í mat á Vitanum en héldu svo í Bláa lónið. 

Í samtali við Víkurfréttir segir Stefán Sigurðsson, eigandi Vitans, að um fimm þúsund manns séu þegar búnir að bóka hjá honum næsta vetur. 

Stefán hefur óskað eftir að fá að koma pallinum fyrir á milli Þekkingarseturs Suðurnesja og starfssvæðis vélsmiðjunnar Hamars. Hann segist mjög vongóður um að fá leyfi en veit ekki hvort fallist verði á staðsetninguna.

Óli Þór Ólafsson, starfandi bæjarstjóri í Sandgerði, segir að erindi um málið hafi verið sent til Samgöngustofu fyrir tveimur vikum til álits. Þá segir hann að bæjarstjórnin sé að velta málinu fyrir sér með velviljuðum huga.

Vitinn vill þyrlupall við veitingahúsið.
Vitinn vill þyrlupall við veitingahúsið.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK