Flogið til 57 borga

Flestir fara til London frá Íslandi.
Flestir fara til London frá Íslandi. Mynd af Wikipedia

Sífellt er verið að fjölga flugleiðum frá Keflavík en í júní síðastliðnum var boðið upp á flug til 57 borga. Þær voru 51 á sama tíma í fyrra. Alls ferðirnar 1.836 talsins eða um sextíu á dag en það er 20% aukning frá sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í talningu Túrista þar sem jafnframt segir að flestar ferðir séu til London og Kaupmannahafnar en bandarísku borgirnar New York, Boston og Washington hafa verið að færa sig upp listann. Þá kemst Berlín í fyrsta sinn á lista yfir þær 10 borgir sem oftast er flogið til. 

Ástæðan fyrir hreyfingunum á listanum er meðal annars aukið flugframboð til fyrrnefndra borga.

Eins og að framan segir var oftast flogið til London í júní, eða alls 8,4% allra brottfara. Þá voru ferðir til Kaupmannahafnar um 8,2% allra brottfara. Þá er París í þriðja sæti með 6,6% allra brottfara og New York í fjórða sæti með 6,5% brottfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK