Hressileg olíuverðslækkun

AFP

Olíuverð hefur lækkað hressilega í verði á mörkuðum í morgun eftir að Grikkir höfnuðu lánakjörum sem þeim buðust hjá alþjóðlegum lánadrottnum. Jafnframt hefur áhrif á olíuverð að margt bendi til þess að hráolía frá Íran muni snúa aftur á alþjóðlega markaði ef samningar nást við Írani í kjarnorkudeilunni.

Verð  á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í ágúst hefur lækkað um 1,98 Bandaríkjadali í 58,34 dali tunnan á markaði í Lundúnum.

Í New York hefur verið á West Texas Intermediate hráolíu lækkað um 2,79 Bandaríkjadali í dag og er nú tunnan seld á 54,14 dali.

Sérfræðingar á olíumarkaði segja að fjárfestar veðji í auknu mæli á útgöngu Grikkja úr evru-samstarfinu en einnig skipti máli viðræður við Írana. 

Alls sögðu 61,31% grískra kjósenda nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni en 38,69% sögðu já. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu segir forsætisráðherra Grikklands og formaður Syriza flokksins, Alexis Tsipras, að hún þýði ekki að tengsl Grikkja við Evrópu muni rofna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK