Konurnar minna virði í Hollywood

Jennifer Lawrence vakti athygli á launamun kynjanna þegar hún sagði …
Jennifer Lawrence vakti athygli á launamun kynjanna þegar hún sagði mótleikara sinn af karlkyni hafa fengið hærri laun. AFP

Á lista Forbes yfir eitt hundrað launahæstu stjörnurnar í skemmtanabransanum eru einungis sextán konur en samanlagt þénuðu þær um 809 milljónir dollara á síðasta ári. Karlmennirnir rökuðu hins vegar inn 4,35 milljörðum dollara. 

Söngkonurnar Katy Perry og Taylor Swift eru einu konurnar sem rötuðu í eitt af tíu efstu sætum listans en Perry þénaði um 135 milljónir dollara fyrir skatta. Swift þénaði hins vegar 80 milljónir dollara. Þegar litið er yfir allan skemmtanabransann eru þó flestar söngkonur á listanum, eða alls sjö talsins. Aðrar eru ýmist kvikmyndaleikkonur, sjónvarpsþáttaleikkonur eða fyrirsætur.

Minna greitt fyrir hlutverkin

Jennifer Lawrence og Scarlett Johansson eru þær einu úr kvikmyndum sem rata inn á listann en í grein Forbes er vísað til þess þegar Lawrence greindi fyrr á árinu frá því að hún og mótleikona hennar hefðu fengu minni hlut af hagnaði myndarinnar American Hustle en karlleikararnir Bradley Cooper, Christian Bale og Jeremy Rinner.

Þeir fengu allir níu prósent hlut en hlutur Lawrence og Amy Adams einungis nam sjö prósentum.

Í grein Forbes er bent á að ein ástæðan fyrir launamun kynjanna í Hollwywood sé að konur eru sjaldnar í aðalhlutverkum í aðsóknarmiklum hasarmyndum og fá þ.a.l. minna greitt af prósentutengdum hagnaðargreiðslum. Sú eina sem græddi á slíkum stórmyndum var einmitt Lawrence fyrir Hunger Games seríuna.

„Meiri peninga en ég get eytt“

Blaðamaður Forbes bendir á að ein ástæðan fyrir þessu geti einnig verið skortur á fyrirmyndum þar sem konur geta verið feimnar við að auglýsa velgengni sína og tala opinberlega um fjármál. Í grein Forbes kemur fram að allar leikkonurnar sem komust á listann hafi beðist undan viðtali við blaðið þegar leitað var eftir því. Hins vegar samþykktu þrír karlmenn það. „Ég á meiri peninga en ég get nokkurn tímann eytt,“ sagði sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey í því tilefni.

Í samtali Forbes við Katy Perry segir hún líklegt að konur séu gjarnan hræddar við að virðast montnar eða „of áberandi“.  Þá vísaði hún til nýlegrar forsíðuumfjöllunar blaðisins um leikkonuna Jessicu Alba, sem stofnaði The Honest Company, sem notið hefur mikillar velgengni. „Þú ert með einhverja ímynd af henni sem leikkonu sem leikur í vissum myndum en þegar þú sérð hana á forsóðu Forbes.. það er til marks um að þú sért búinn að „meika það“,“ segir Perry. „Ég er ekki hérna til þess að monta mig. Ég er hérna til þess að veita öðrum konum innblástur,“ segir hún.

Grein Forbes

Celebrity 100 listinn

Frétt mbl.is: Viðskiptajöfurinn Jessica Alba

Söngkonan Katy Perry þénaði 135 milljónir dollara á síðasta ári …
Söngkonan Katy Perry þénaði 135 milljónir dollara á síðasta ári og komst á forsíðu Forbes. AFP
Jessica Alba hefur undanfarið vakið athygli fyrir viðskiptavit.
Jessica Alba hefur undanfarið vakið athygli fyrir viðskiptavit. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK