„Yfirmennirnir vissu hvað ég var að gera“

AFP

Tom Hayes, sem er sakaður um að hafa handstýrt og hagrætt Libor-millibankavöxtunum svonefndu með óeðlilegum hætti, segir að stjórnendur bankanna sem hann starfaði hjá, UBS og Citigroup, hafi vitað hvað hann var að gera.

Hayes er fyrsti miðlarinn sem fer fyrir rétt í þessu umfangsmikla máli, sem hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.

„Það var algjört gagnsæi í minni vinnu. Yfirmenn vissu þetta, yfirmenn yfirmanna minna vissu þetta. Í einhverjum tilvikum var bankastjóranum kunnugt um þetta,“ sagði hann.

Hayes hefur verið ákærður í átta ákæruliðum fyrir að hafa hagrætt Libor-vöxtunum í starfi sínu sem miðlari hjá UBS og Citigroup á árunum 2006 til 2010. Hann neitar sök, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Hann neitaði því að það sem hann gerði hafi verið „leynilegt“ og sagðist ekki hafa gert neitt til að „hylja slóð“ sína. Hann sagðist jafnframt ekki hafa talið sig vera að brjóta lög með athæfi sínu.

Hann hefði staðið í þeirir trú að hann væri ekki að gera neitt rangt.

Aðspurður sagði hann að hans eini hvati hafi verið að græða eins mikla peninga og mögulegt væri fyrir bankann.

„Græðgi er rangt orð. Hungur er betra orð,“ sagði hann. „Ég var hungraður í að gera eins vel og ég gæti,“ sagði hann. „Vegna þess að þannig er maður dæmdur.“

Breskir bankar hafa nú þegar greitt hundruði milljóna dala til yfirvalda vegna sáttar sem gerð hefur verið vegna málsins. Rannsóknin á brotunum hefur staðið yfir í þrjú til fjögur ár.

Bresk yfirvöld segja að bankarnir hafi gefið vill­andi upp­lýs­ing­ar og reynt að fegra stöðu sína til að fá betri Li­bor-vexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK