Bankastjóri Barclays hættir óvænt

Barclays Bank höfuðstöðvar
Barclays Bank höfuðstöðvar AFP

Breski Barclays bankinn tilkynnti óvænt um að bankastjóri bankans, Antony Jenkins, væri að hætta en hann var rekinn frá störfum. 

Í tilkynningu kemur fram að þegar sé hafin leit að eftirmanni hans en Jenkins tók við sem bankastjóri samstæðunnar í ágúst 2012.

Varaformaður stjórnar bankans, Sir Michael Rake, segir að nú sé krafist annarrar færni en áður við stjórnun bankans.

Fjár­mála­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi sektuðu í maí sex alþjóðlega stór­banka um næst­um sex millj­arða Banda­ríkja­dala fyr­ir að hafa hagrætt með ólög­leg­um hætti vöxt­um á gjald­eyr­is­markaði sem og hinum svo­kölluðu Li­bor-milli­banka­vöxt­um.

Bank­arn­ir Barclays, JP Morg­an Chase, Citicorp og Royal Bank of Scot­land geng­ust við brot­um um að hafa svindlað á gjald­eyr­is­markaði og sviss­neski bank­inn UBS um að hafa hagrætt Li­bor-milli­banka­vöxt­um.

Yf­ir­völd segja að ákveðnir starfs­menn bank­anna hafi rætt sín á milli á spjall­rás­um á in­ter­net­inu um það hvernig stýra ætti vöxt­um á markaði.

„Þeir hegðuðu sér sem fé­lag­ar, frek­ar en keppi­naut­ar, í viðleitni sinni við að stýra vöxt­un­um í átt sem reynd­ist hag­stæð bönk­un­um en skaðleg mörg­um öðrum,“ seg­ir Lor­etta Lynch, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna. Sam­ráð þeirra hafi haft slæm áhrif á fjár­festa og markaðinn í heild.

Breska bank­an­um Barclays var gert að greiða hæstu sekt­ina, 2,4 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Antony Jenkins sést hér með Phumzile Mhlambo-Ngcuka og Patrice Motsepe …
Antony Jenkins sést hér með Phumzile Mhlambo-Ngcuka og Patrice Motsepe í pallborði á ráðstefnu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK