Trúa á árangursríka niðurstöðu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble. AFP

Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hvatti ráðamenn í Evrópu til þess að styðja björgunarpakkann fyrir Grikkland og sagði að allt yrði gert til að síðasta tilraunin yrði árangursrík. „Við trúum því að það sé hægt að ná árangursríkri niðurstöðu í þessu máli,“ sagði Schaeuble í dag. Hingað til hefur hann verið talinn nokkuð harður í horn að taka í viðræðunum við stjórnina í Grikklandi og meðal annars talað fyrir útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu.

Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ræddi einnig um málefni Grikklands í dag, en sjóðurinn er meðal lánardrottna landsins. Sagði hún að það væri nauðsynlegt að draga úr skuldabirgði Grikklands svo björgunarpakkinn gerði gagn og hægt væri að horfa fram veginn og endurreisa við efnahagslíf Grikklands.

Lagarde sagði að fyrir sjóðinn til að taka þátt þyrfti að uppfylla tvö stór mál. Fyrst þyrfti að koma áætlun frá grískum stjórnvöldum um heildar endurskipulagningu svo mögulegt væri fyrir efnahaginn að vaxa á ný. Seinna atriðið snéri aftur á móti að lánardrottnum Grikklands og að þeir þyrftu að lækka skuldir og tryggja fjármögnun þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK