Byggja fjölda fjósa í Noregi

Fjósin sem Kandal byggir í Noregi eru 800-1.400 fermetrar að …
Fjósin sem Kandal byggir í Noregi eru 800-1.400 fermetrar að stærð.

„Þetta gerist mjög hratt og er mjög spennandi. Við erum búnir að vinna nánast allan sólahringinn síðan í febrúar og hefur lítið lát verið á, því verkefnin flæða til okkar.“

Þetta segir Hannes Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Kandal AS, í ViðskiptaMogganum í dag, en fyrirtæki hans hefur undanfarna mánuði byggt fjós víðs vegar í Noregi. Auk fjósanna er verið að byggja raðhús í Sogndal sem er bær í vesturhluta Noregs.

Hannes ásamt konu sinni Hörpu Hauksdóttur og norskum hjónum stofnuðu fyrirtækið sem hefur frá febrúarmánuði síðastliðnum byggt þrjú ný fjós sem hafa verið afhent og eru tvö til viðbótar í byggingu. „Þegar byggingarfyrirtæki sem ég starfaði hjá fór á hausinn ákváðum við að ganga inn í verkefni sem síðan hafa undið mikið upp á sig og núna erum við að bjóða í verk út um allt land.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK