Vöxtur á öllum mörkuðum

Ljósmynd/Árni Torfason

 Niðurstöður ársfjórðungsuppgjörs Össurar hf. sýna vöxt á öllum mörkuðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stoðtækjaframleiðandanum. Sala nam 127 milljónum Bandaríkjadala eða 17,2 milljörðum íslenskra króna, og er það aukning um átta prósent frá fyrra ári. EBITDA nam 27 milljónum Bandaríkjadala eða 3,6 milljörðum íslenskra króna en Leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði nam EBITDA 28 milljónum Bandaríkjadala, eða 22 prósent af sölu, líkt og á öðrum ársfjórðungi 2014.  

Styrking dollarsins gagnvart helstu myntum hafði neikvæð áhrif á hagnað fyrirtækisins. Hagnaður nam á öðrum ársfjórðungi 16 milljónum Bandaríkjadala eða 2,2 milljörðum íslenskra króna eða 12 prósent af sölu samanborið við 13 prósent af sölu á öðrum ársfjórðungi 2014.

Samkvæmt tilkynningu Össurar gerir rekstraráætlun fyrir árið 2015 ráð fyrir 3 til 5 prósent innri vexti og EBITDA framlegð á bilinu 20 til 21 prósent.

„Niðurstöður ársfjórðungsins sýna góðan vöxt og rekstrarafkomu þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif. Sala á stoðtækjum er mjög góð á öllum helstu mörkuðum og vöruflokkum. Sala á spelkum og stuðningsvörum er einnig mjög góð, sérstaklega í Evrópu. Í maí kynnti Össur nýja tækni sem gerir notendum stoðtækja kleift að stýra virkni þeirra með huganum. Það er enn langt í að þessi tækni verði að markaðsvöru en góður árangur af prófunum staðfestir forystu Össurar á þessu sviði og getu til að vinna að nýsköpun og enn betri lífsgæðum fyrir notendur stoðtækja,” er haft eftir Jóni Sigurðssyni forstjóra fyrirtækisins í fréttatilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK