Pylsa eða Pulsa við Hlemm

Veitingastaðurinn Pylsa eða Pulsa er á Hlemmi Square.
Veitingastaðurinn Pylsa eða Pulsa er á Hlemmi Square.

Pylsa eða Pulsa (fólk má víst ráða hvað það kallar staðinn) er nýjung á hinum gróskusama veitingastaðamarkaði í Reykjavík. Eins og nafnið gefur til kynna eru pylsur í aðalhlutverki á staðnum en þó með óhefðbundnu sniði.

Veitingastaðurinn er í anddyri hótelsins og hostelsins Hlemmur Squre á Hlemmi en þar er einnig rekinn samnefndur bar.

Á staðnum eru þó ekki bornar fram hinar hefðbundnu pylsur/pulsur eins og Íslendingar þekkja hana heldur ægir saman áhrifum frá Íslandi, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og víðar.

Níu tegundur af pulsum

Á matseðlinum má finna níu mismunandi pulsur sem allar eru gerðar á staðnum. Má þar til dæmis nefna þýska currywurst, sjávarréttapylsu, rósmarín og epla svínapulsu, norður-afríska lambapulsu og bourbon nautapylsu. Auk pylsanna er einnig að finna aðra rétti á matseðlinum eins og geitaostasalat, fisk dagsins, lambahamborgara og eftirrétti.

„Pylsur hafa verið hluti af matarhefð margra þjóða í gegnum söguna, allt frá fyrstu menningarsamfélögum fornaldar til dagsins í dag. Enda máltíð sem kitlar jafnt bragðlauka kóngafólks og alþýðunnar,“ segir eigandi staðarins, hinn þýski Klaus Ortlieb.

Bætt veitingamenning við Hlemm

Klaus er jafnframt eigandi Hlemmur Square og hefur áratugareynslu af rekstri hótela um allan heim þar sem hann hefur starfað fyrir mörg af fínustu boutique hótelum heimsins.

Hann ákvað hins vegar að setjast að á Íslandi og hefja sinn eigin rekstur sem hann segir að hafi gengið framar vonum og vonar að Pylsa/Pulsa muni setja tóninn varðandi bætta veitingastaðamenningu á svæðinu í kringum Hlemm og gegna þar lykilhlutverki næstu árin eða áratugina.

Á veitingastaðnum er boðið upp á níu mismunandi tegundir af …
Á veitingastaðnum er boðið upp á níu mismunandi tegundir af pulsum.
Pulsurnar eru framreiddar með ýmsum hætti.
Pulsurnar eru framreiddar með ýmsum hætti.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK