5 asísk fyrirtæki vildu hlandsjampó

Hlandið leys­ir greiðlega upp sýr­ur, þar á meðal óhrein­indi á …
Hlandið leys­ir greiðlega upp sýr­ur, þar á meðal óhrein­indi á hlut­um sem sett­ir eru í hana og er þvotta­virkn­in svipuð og virkni venju­legr­ar sápu.

Kúahlandsjampó sem nokkrir nemendur við Háskólann í Reykjavík þróuðu vakti mikla athygli í vor þegar margir erlendir fjölmiðlar fjölluðu um málið og undruðust á uppfinningunni. Verslunareigendur í Asíu virðast einna spenntastir fyrir vörunni.

Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem þróuðu sjampóið, segist hafa fengið Facebook skilaboð frá fimm asískum fyrirtækjum sem vildu fá hlandsjampóið í hillur sínar.

Líkt og áður hefur komið fram er sjampóið búið er til úr kúa­hlandi sam­kvæmt gam­alli hefð en áður fyrr var það þekkt fegr­un­ar­ráð að baða hárið upp úr hlandi til þess að fá góðan gljáa. Sjampóið nefn­ist Q og er einnig búið ol­í­um til þess að koma í veg fyr­ir lykt­ina sem ann­ars myndi fylgja.

Þurfa tíu milljónir og tíma

Sjampóið er hins vegar uppselt og meiri framleiðsla ekki hafin. Samkvæmt áætlunum hópsins þyrfti um tíu milljónir króna til þess að koma fyrirtækinu á laggirnar. Meðlimir hópsins hafa þá haft í nógu að snúast í vinnu og skóla. „Það er erfitt að punga út vinnu og peningum í þetta núna. Það hefur verið helsti dragbíturinn á þessu en það eru allir ennþá opnir fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við að meiri þróunarvinna væri einnig framundan ef farið yrði út í frekari framleiðslu.

Aðspurður hvort hann kunni einhverjar skýringar á asíska áhuganum bendir hann á að fréttamiðlar í Víetnam hafi fjallað um málið og að fólk sé ef til vill opnara fyrir vöru sem þessari þar sem mikil hefð sé fyrir því að nýta allt.

Frétt mbl.is: Íslenskt hland-sjampó vekur athygli ytra

Frétt mbl.is: Má bjóða þér hland í hárið?

Frá vinstri: Helga Guðný Elíasdóttir, Íris Dröfn Magnúsdóttir, Björg Marium …
Frá vinstri: Helga Guðný Elíasdóttir, Íris Dröfn Magnúsdóttir, Björg Marium Adamsdóttir, Brynhildur María Gestsdóttir, Anton Reynir Hafdísarson og Alfreð Andri Alfreðsso
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK