Gerði lengstu núðlu landsins

Núðlan var rúmlega 10 metra löng.
Núðlan var rúmlega 10 metra löng. Skjáskot úr myndbandi

Kokkurinn Mathieu Zevenhuizen í Hreðavatnsskála setti líklega Íslandsmet á dögunum þegar hann bjó til lengstu íslensku núðluna sem menn muna eftir. Núðlan var hvorki meira né minna en 10,42 metrar að lengd.

Einungis sjö vikur eru síðan Mathieu flutti til landsins og hóf störf í Hreðavatnsskála en áður bjó hann í Sviss þar sem hann starfaði einnig sem kokkur. Annar eigandi skálans er Svisslendingur sem hafði séð atvinnuauglýsingu frá Mathieu á netinu og hafði samband.

Fyrir tveimur vikum var keypt ný pastavél og ákvað Mathieu í kjölfarið að láta reyna á afkastagetuna og sjá hversu langa pastaræmu hann gæti gert. Niðurstaðan var rúmir 10 metrar og fengu gestir og gangandi að deila afrakstrinum.

Pastað í almenna sölu

Mathieu segist hafa prófað sig mikið áfram með vélina og framleiðir nú ferskt og þurrkað pasta sem bæði er á matseðlinum í skálanum og selt í pokum Hreðavatnsskála

Þá stefnir hann einnig á að koma pastanu í almenna sölu þegar hann hefur tíma til þess að hefja framleiðslu af fullum krafti

Hreðavatnsskáli er við hringveginn í Norðurárdal en þar hefur veitingarekstur verið í 82 ár, eða  allt frá árinu 1933 þegar Vigfús Guðmundsson hóf reksturinn. Núverandi eigendur, Daníel Kjartan Jónsson og Marion Thalman, tóku við skálanum árið 2013

Hér að neðan má sjá núðluna umræddu:

And the Result is....

Posted by 1933 Hreðavatnsskáli on Friday, July 24, 2015
Heimagert pasta er selt í Hreðavatnsskála.
Heimagert pasta er selt í Hreðavatnsskála. Mynd af Facebook síðu Hreðavatnsskála
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK