Helsti samningamaður lyfjageirans

Brenton L. Saunders
Brenton L. Saunders Mynd af vefsíðu Actaviscorp

Á einungis nokkrum árum er forstjóri Allergan, Brenton L. Saunders, orðinn einn helsti samningamaður lyfjageirans frá upphafi. Þetta eru inngangsorð blaðamanns Forbes á viðtali við Saunders vegna sölunnar á Allergan til Teva. 

Líkt og áður hefur komið fram keypti Teva sam­heita­lyfja­hluta Allerg­an, sem áður hét Acta­vis, á 40,5 millj­arða doll­ara en það svar­ar til tæp­lega 5.500 millj­arða króna.

Frétt mbl.is: Kaupir „Actavis“ í þriðja sinn

Árið 2013 seldi Saunders augnlyfjafyrirtækið Bausch & Lomb til Valeant lyfjafyrirtækisins og í júlí á síðasta ári tók keypti hann fyrirtækið Forest Laboratories á 25 milljarða dollara. Í nóvember sl. keypti hann síðan Alllergan á 66 milljarða dollara og yfirbauð þar með Vale­ant sem einnig sótt­ist eft­ir fyrirtækinu.

Nú síðast seldi hann samheitalyfjahluta Actavis til Teva

Í samtali við Forbes segist Saunders að Teva hafi nálgast þá fyrir nokkru síðan þegar Actavis hafði ekki áhuga. Þá reyndi Teva að kaupa keppinautinn Mylan en nálgaðist Actavis aftur fyrir nokkrum vikum. Þá voru aðstæður breyttar. 

Saunders og Paul Bisaro, stjórnarformaður Allergan, höfðu komist að þeirri niðurstöðu að þróun samheitalyfja væri ekki framtíð fyrirtækisins. Sameiningar hjá kaupendum kölluðu á sameiningar hjá framleiðendum en Allergan vildi ekki að taka þátt í því. Í staðinn vildu þeir einbeita sér að því að byggja upp vörumerki fyrirtækisins og þróunardeild þess. Þá hafði tilboð Teva einnig hækkað.

Nýtt í skuldir og vöxt

Saunders gerir ráð fyrir að eignir fyrirtækisins verði meiri en skuldir í lok fyrsta ársfjórðungs 2016 þegar sameining Allergan og Teva gengur í gegn. Þá mun stóra spurningin snúa að því hvernig fjármagninu verður varið. Hluti þess mun fara í niðurgreiðslu skulda að sögn Saunders en hluti verður lagður í áframhaldandi vöxt. 

Þá sagði hann að saga fyrirtækisins ætti að móta stefnuna til framtíðar og að áhersla yrði lögð á grunnstoðirnar.

Saunders sagði söluna hafa verið ljúfsára fyrir Paul Bisaro, sem hefur byggt upp samheitalyfjahluta fyrirtækisins. Hann væri þó stoltur af sölunni og segir þá báða vera vissa um að framleiðslan sé betur sett hjá Teva. 

Paul Bisaro
Paul Bisaro Ben Hider
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK