Svona verður Ikea eldhúsið 2025

Enginn hefðbundinn ísskápur er í íbúðinni. Maturinn er geymdur í …
Enginn hefðbundinn ísskápur er í íbúðinni. Maturinn er geymdur í glærum boxum sem halda honum við rétt hitastig. Fyrirkomulagið á að minnka sóun þar sem allur matur er sýnilegur. Mynd/Ikea

Ikea hefur búið til eldhús ársins 2025. Eldhúsið var hannað í samstarfi við nemendur í iðnaðarhönnun við Ingvar Kamprad hönnunarmiðstöðina í háskólanum í Lund og nemendur í sama fagi við tækniháskólann í Eindhoven. Niðurstaðan er til sýnis á EXPO ráðstefnunni í Mílanó.

Eldhúsið er byggt á hinni svokölluðu „Internet of things“ hugmynd sem flestir eru sammála um að verði ráðandi í framtíðinni þar sem hver hlutur verður nettengdur. 

Margt er framandi í eldhúsinu. Þar er t.d. engin eldavél og ekki hefðbundinn ísskápur.

Hér er hægt að skoða eldhúsið nánar.

Hér má sjá eitt af boxunum sem heldur matnum við …
Hér má sjá eitt af boxunum sem heldur matnum við rétt hitastig. Mynd/Ikea
Enga eldavél þarf til þar sem maturinn er eldaður í …
Enga eldavél þarf til þar sem maturinn er eldaður í pottum og pönnum sem hitna innan frá. Þannig á að vera hægt að hita pottinn hvar sem er. Mynd/Ikea
Fyrir ofan borðið er skjávarpi sem varpar myndinni á borðið. …
Fyrir ofan borðið er skjávarpi sem varpar myndinni á borðið. Undir því er skynjari sem veit hvaða matur þetta er. Skjávarpinn og borðið eru tengd saman og koma með tillögur að uppskriftum. Þá á einnig að vera hægt að para saman matnn sem er til og sjá hvernig uppskrift hentar best. Mynd/Ikea
Óþarfa búnaður er tekinn úr eldhúsinu þar sem það á …
Óþarfa búnaður er tekinn úr eldhúsinu þar sem það á að vera lítið og komast vel fyrir í nútímalegum og minni íbúðum. Mynd/Ikea
Uppskriftum er varpað upp á skjá.
Uppskriftum er varpað upp á skjá. Mynd/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK