Þetta eru 10 ríkustu pör heims

Bill Gates og Melinda Gates.
Bill Gates og Melinda Gates. AFP

Neðangreind tíu pör eru þau ríkustu í heimi samkvæmt skýrslu Wealth-X. Stjörnupör á borð við Beyoncé og Jay-Z blikna í samanburði.

1. Bill og Melinda Gates - 85,7 milljarðar dollara

Bill og Melinda eru ríkasta par heims. Bill stofnaði Microsoft árið 1975 ásamt Paul Allen. Hjónin eru þekkt fyrir góðgerðarsamtökin Bill and Melinda Gates Foundation. Í gegnum samtökin hafa þau veitt yfir 28 milljörðum dollara í góðgerðamál. Þá áttu þau einnig þátt í því að stofna The Giving Pledge sem hvetur þá ríkustu til þess að eftirláta auðæfi sín í góðgerðamál.

Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote
Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote

2. Amancio Ortega Gaona og Flora Perez Marcote - 70,7 milljarðar dollara

Spænski viðskiptajöfurinn Amancio Ortega Gaona stofnaði tískuhúsið Zara árið 1975. Zara tilheyrir nú Inditex samsteypunni ásamt t.d. Bershka, Massimo Dutti og Pull&Bear.

Warren Buffett og Astrid Menks.
Warren Buffett og Astrid Menks.

3. Warren Buffett og Astrid Menks - 65 milljarðar dollara

Menks er önnur eiginkona Buffet en þau giftust árið 2006, tveimur árum eftir að fyrri kona hans Susan Buffet lést. Í samtali við New York Times sagðist dóttir Buffet, Susie Buffet, vera ánægð með ráðahaginn. „Hún elskar hann og sér um hann. Hún væri með honum jafnvel þótt hann ætti ekki eina krónu,“ sagði hún.

David og Julia Koch
David og Julia Koch

4. David og Julia Koch - 47,5 milljarðar dollara

David Koch og bróðir hans Charles, hafa stórgrætt á olíu- og gasfyrirtækinu Koch Industries, sem er eitt stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. David og Julia kynntust fyrst á blindu stefnumóti og giftust árið 1996. Koch fjölskyldan er talin vera ein sú áhrifamesta í Bandaríkjunum sökum gríðarhárra styrkja til repúblikanaflokksins.

Charles og Elizabeth Koch
Charles og Elizabeth Koch

5.  Charles og Elizabeth Koch - 47,4 milljarðar dollara

Charles og eiginkonan eru rétt á eftir bróður hans á listanum. Charles hefur verið forstjóri Koch Industries frá árinu 1967 eftir að faðir hans, sem stofnaði fyrirtækið, lést. Charles and Elizabeth gengu í hjónaband árið 1972 og eiga tvö börn.

Wang Jianlin og Lin Ning
Wang Jianlin og Lin Ning

6.  Wang Jianlin og Lin Ning - 40,7 milljarðar dollara

Fasteignamógúlinn Jianlin er einn ríkasti maður Kína. Hann stofnaði og er stjórnarformaður Dalian Wanda samsteypunnar sem meðal annars á AMC Entertainment, fjölda lúxushótela og fjölmargar verslanamiðstöðvar.

Jeff and Mackenzie Bezos
Jeff and Mackenzie Bezos Mynd/Film Magic

7.  Jeff og Mackenzie Bezos - 39,8 milljarðar dollara

Jeff Bezoz stofnaði Amazon árið 1994 og er forstjóri fyrirtækisins. Hann og Mackenzie unnu saman á Wall Street fyrir Amazon og gengu í hónaband árið 1993. Hún kom Bystander Revolution sjóðnum á fót árið 2014 en honum er ætlað að sporna gegn einelti.

Bernard Arnault og Helene Mercier Arnault
Bernard Arnault og Helene Mercier Arnault AFP

8.  Bernard Arnault og Helene Mercier - 38,7 milljarðar dollara

Arnault er forstjóri og stjórnarformaður frönsku lúxus-samsteypunnar LVMH sem á meðal annars Fendi, Givenchy, Louis Vuitton, TAG Heuer and Benefit Cosmetics. Fjölskyldan á 5,6 prósent hlut í fyrirtækinu sem er metinn á 92,5 milljónir dollara. Mercier er önnur eiginkona hans en hún er þekktur píanisti frá Quebec í Kanada.

Mark Zuckerberg og Priscilla Chan spjalla við Dan Rose.
Mark Zuckerberg og Priscilla Chan spjalla við Dan Rose. AFP

9.  Mark Zuckerberg og Priscilla Chan - 38,5 milljarðar dollara

Þau eru yngsta parið á listanum. Mark og Pricilla kynntust í Harvard og gengu í hjónaband árið 2012, daginn eftir að Facebook var skráð á markað. 

Jim Walton ásamt systur sinni Alice.
Jim Walton ásamt systur sinni Alice. Mynd/Wal-Mart

10.  Jim og Lynne Walton - 36,2 milljarðar dollara

Jim Walton er yngsti sonur stofnanda Wal-Mart, Samuel Walton. Hann situr í stjórn Wal-Mart og er jafnframt forstjóri Arvest Bank Group sem er með starfsemi í Arkansas, Kansas, Missouri and Oklahoma í Bandaríkjunum. Þá er hann einnig stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtæki sem kallast Community Publishers Inc., sem gefur út nokkur dagblöð og heldur úti vefsíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK