Framleiddu þúsundir falsaðra iPhone-síma

AFP

Kínversk yfirvöld réðust til inngöngu í verksmiðju sem talin er hafa framleitt að minnsta kosti 41 þúsund falsaða iPhone-síma. Níu voru handteknir vegna málsins. 

Hundruð starfsmanna unnu í verksmiðjunni við að pakka inn gömlum farsímum og farsímahlutum sem síðan voru seldir sem „nýir iPhone-símar“.

Verksmiðjan hóf starfsemi í janúar í úthverfi Peking. Eigendurnir eru hjón.

Bandarísk yfirvöld létu þau kínversku vita af framleiðslunni eftir að hafa fundið falsaða iPhone síma á bandarískri grundu og gert þá upptæka. 

Lögreglan í Kína er nú í átaki gegn fölsuðum varningi sem framleiddur er í landinu. Hún er í samstarfi við bandaríska kollega sína og markmiðið er að stöðva flæði falsaðra vara milli landanna tveggja. 

Svipað mál kom upp árið 2011 í Kína. Þá var það bloggarinn BirdAbroad sem uppgötvaði sölu á fölsuðum símum. Starfsfólkið í verslununum hélt hins vegar að það væri að vinna fyrir Apple.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK