Icelandair spáir auknum hagnaði

Icelandair
Icelandair

Lækkun eldsneytisverðs á milli ára jákvæð áhrif á afkomu Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi þar sem hagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) jókst um fimm milljónir dollara, eða sem jafngildir um 670 milljónum íslenskra króna, milli ára. 

EBITDA á öðrum ársfjórðungi nam alls 50,3 milljónum dollara, eða sem jafngildir um 6,7 milljörðum íslenskra króna. 

Auk eldsneytisverðsins er helsta skýringin á góðu gengi talin vera arðbær innri vöxtur í millilandastarfsemi félagsins þar sem framboð í millilandafluginu var aukið um 15 prósent á fjórðungnum samanborið við síðasta ár og á sama tíma fjölgaði farþegum um 17 prósent.

Í afkomutilkynningu til Kauphallarinnar segir að sætanýting hafi verið góð, nam 81,8 prósentum og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára. Þá hefur lækkun eldsneytisverðs á milli ára einnig jákvæð áhrif á afkomuna líkt og áður segir.

Rekstur annarrar starfsemi félagsins gekk einnig vel á fjórðungnum. 

Hagfelldar ytri aðstæður

Eftir uppgjör síðustu tveggja fjórðunga hefur EBITDA-spáin fyrir 2015 verið uppfærð. Spáin nam upphaflega 160 til 165 milljónum dollara en nú er gert ráð fyrir að EBITDA félagsins fyrir árið verði á bilinu 180 til 185 milljónir dollara.

Spáin er uppfærð vegna þess að rekstur félagsins hefur gengið vel á fyrstu sex mánuðum ársins, auk þess sem hagfelld þróun hefur verið á ytri aðstæðum frá síðasta uppgjöri.

Uppfærðar forsendur gera nú ráð fyrir að EUR/USD krossinn verði að meðaltali 1,10 út árið í stað 1,07 sem hefur jákvæð áhrif á reksturinn.

Í tilkynningu segir að bókunarstaða fyrir næstu mánuði í millilandaflugi hafi jafnframt styrkst umfram væntingar sem hefur að öðru óbreyttu jákvæð áhrif á afkomu á síðari hluta ársins, þá sérstaklega á afkomu þriðja ársfjórðungs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK