Trump selur lúxusíbúð á Manhattan

Forsetaframbjóðandinn og auðkýfingurinn Donald Trump hefur selt lúxusíbúðina sína, sem er á 24 hæð í Trump Park Avenue byggingunni á Manhattan fyrir 21 milljón dollara, eða sem jafngildir um 2,8 milljörðum íslenskra króna.

Þetta staðfesta fasteignasalinn Michelle Griffith og Ivanka Trump, dóttir hans, í samtali við Wall Street Journal. Donald Trump keypti íbúðina glænýja en hefur þó aldrei flutt þangað inn. 

Íbúðin er um 580 fermetrar að stærð og með þriggja metra lofthæð. Í henni eru fimm svefnherbergi, sjö baðherbergi og eitt snyrtiherbergi eða svokallað „powder room“. 

Donald Trump keypti bygginguna árið 2001 fyrir 115 milljónir dollara og endurgerði. Síðan seldi hann íbúðirnar en hélt þremur eftir. Eftir fyrrnefnda sölu á hann því tvær íbúðir í byggingunni.

Íbúðin hefur verið töluvert lengi á sölu og á hana voru fyrst settar 35 milljónir árið 2013 og síðar 25 milljónir.

Í samtali við WSJ segist Griffith vera nýbúin að fá boð frá áhugasömum leigjenda um að leigja íbúðina fyrir 80 þúsund dollara á mánuði, eða um 10,7 milljónir íslenskra króna.

Ivanka Trump segir að salan sé ekki hluti af fjáröflun fyrir kosningaherferð Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK