Hagnaður Barclays jókst um 25%

AFP

Breski bankinn Barclays hagnaðist um 3,1 milljarð punda, sem jafngildir um 649 milljörðum króna, fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er um 25% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þá nam hagnaðurinn 2,55 milljörðum punda.

Nokkrar vikur eru síðan John McFarlane, nýr stjórnarformaður bankans, rak bankastjórann Antony Jenkins. Er búist við því að McFarlane grípi til viðamikilla umbóta í rekstri bankans, en núverandi stjórn vildi ganga lengri í niðurskurði en Jenkins var reiðubúinn að gera.

Bankinn hefur þegar tilkynnt að hann hyggst segja upp 19 þúsund starfsmönnum. „Það er meira sem hægt er að gera til að skila hluthöfum betri afkomu og sú vinna er hafin,“ sagði McFarlane.

Hlutabréf í bankanum hækkuðu um 2% í verði eftir að uppgjörið var birt í morgun, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK